Íbúðaeignir og Ólafur Ingi Guðmundsson, löggiltur fasteignasali, kynna í einkasölu glæsilega 3ja herbergja íbúð á 3. hæð á Laugarvegi 82, Þetta er íbúð á besta stað í miðborginni með frábæru útsýni úr stofugluggum.
EIGNIN ER SELD MEÐ FYRIRVARA UM FJÁRMÖGNUN
Samkvæmt upplýsingum frá seljanda voru gerðar lagfæringar á húsinu að utan árið 2019 þegar gerðar voru múrviðgerðir á því en þá var einnig húsið málað, skipt var um járn á þaki og skipt um þakrennur og niðurfallsrör.
Eignin skiptist í forstofu, stofu, eldhús, tvö svefnherbergi og baðherbergi með aðstöðu fyrir þvottavél og þurrkara. Eignin er skráð hjá Þjóðskrá Íslands 76,5 m2.
SKIPULAG:
Sameiginlegur inngangur er í þrjár íbúðir úr stigahúsi frá Laugavegi.
ÍBÚÐ:
Anddyri & gangur: komið er inná parketlagðan gang með hengi.
Tvö svefnherbergi eru í eigninni sitthvoru megin á ganginum, annað með glugga að Laugavegi en hitt með glugga út í bakgarð. Bæði herbergin eru með parketi á gólfi, annað með rúmgóðum skápum.
Stofa og eldhús í sameiginlegu rými: Eldhús er með viðarinnréttingu og keramikhelluborð, ofn og vifta, opið inní rúmgóða og bjarta stofu sem er með glugga út á Laugaveg.
Baðherbergi: Flísar á gólfi og veggjum. Opin sturta með gleri, upphengt klósett og góð innrétting. Tengi fyrir þottavél og þurrkara.
Svalir eru sameiginlegar út frá stigagangi milli 2. og 3.hæðar sem vísa út á baklóð.
Allar nánari upplýsingar um eignina veitir:
Ólafur Ingi Guðmundsson, löggiltur fasteignasali / stjórnsýslufræðingur í síma
847-7700 eða
[email protected]Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupsamning:
-Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 30% eða hærri.
-Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.700 af hverju skjali.
-Umsýslugjald fasteignasölu skv. gjaldskrá.
-Lántökugjald vegna veðlána, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.