Dýjagata 13, 210 Garðabær
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
300 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
0
Brunabótamat
0
Fasteignamat
18.750.000

Íbúðaeignir og Halldór Már Sverrisson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali kynna til sölu stórglæsilegt einbýlishús í byggingu að Dýjagötu 13, 210 Garðabæ. Húsið er að mestu tilbúið að utan, múrað og fullmálað.  
Húsið er staðsteypt 300,9 fm að hluta á tveimur hæðum og er einstaklega vel hannað fjölskylduhús með 4-5 svefnherbergi, tvö baðherbergi og tvöfaldur 50fm bílskúr á 931fm lóð.

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 898 5599, tölvupóstur [email protected]

Nánari lýsing á fyrirkomulagi:
Á 1. hæð er anddyri, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi og sjónvarpshol. Hægt er að ganga út á verönd úr borðstofu.  Einnig er hægt að ganga út á aðra verönd frá hjónaherbergi og baðherbergi, þar sem gert er ráð fyrir heitum potti. Í anddyri eru steyptar tröppur upp á aðra hæð. 
Á 2. hæð er alrými, baðherbergi og þrjú svefnherbergi og auðvelt að bæta við einu svefnherbergi í viðbót. Úr alrými er gengið út á stórar svalir með frábæru útsýni.

Nánari lýsing á húsinu:
- Húsið er tilbúið undir tréverk (auk þess komnar loftagrindur að hluta) Húsið selst án gólfefna.
- Að innan eru allir milliveggir komnir upp. Allir veggir fullmálaðir og loft sem eru steypt. 
- Hágæða ál/trégluggar og hurðir frá Velfac með öryggisgleri í gólfsíðum gluggum og hurðum, ásamt aukinni hjóð- og hitaeinangrun. 
- Bílskúrshurðir eru komnar í og frágengnar.
- Gert ráð fyrir aukinni hæð innihurða í 2,4m.
- Lagt hefur verið fyrir ryksugukerfi.
- Stór tvöfaldur bílskúr um 50fm með lofthæð 3,40m.
- Lofthæð í húsi 2,80-5,50m.
- Gert er ráð fyrir gólfhita og hitastýringu í hverju rými.
- Gert hefur verið ráð fyrir handklæðaofnum í baðherbergi og þvottahúsi með sér lögnum.
- Gólfplata í bílskúr er slípuð með frágengnum niðurföllum.
- Gólfplata á 1. hæð er nær tilbúin fyrir gólfefni, en gert var ráð fyrir að lakka steininn eftir slípun.
- Hitaveita komin í húsið og Gólfhitalagnir tilbúnar (án stýringa).
- Rafmagnstafla komin upp. Búið að draga rafmagnsvíra í allar dósir.
- Báruál komið á þak og rennur frágengnar.
- Búið að einangra húsið að utan og múra og mála.
- Neysluvatnslagnir tilbúnar til tengingar í viðkomandi rýmum.
- Frárennsli, dren og siturlögn er að öllu leyti frágengið og tekið út.
- Gras komið en lóð er er að öðruleyti grófjöfnuð og jarðvegsskipti hafa átt sér stað.

Þar sem eignin er í byggingu o.þ.a.l.  hefur lokaúttekt ekki farið fram, þarf kaupandi að semja við núverandi byggingastjóra og meistara um áframhaldandi aðkomu þeirra að verkinu eða ganga formlega frá meistaraskiptum, ásamt því að yfirtaka greiðsluskyldu á byggingastjóratryggingu. Kaupandi greiðir síðan skipulagsgjald 0,3% af brunabótarmati þegar það liggur fyrir. Bygginganefnarteikningar gilda komi upp misræmi í teikningum eða málum.

Staðsetning í hverfinu er einstök.  Neðsta gatan niður við óbyggt svæði og Urriðavatnið.  Stutt í skóla.  Stutt í þjónustu og verslanir í Kauptúni og stutt út á stofnbraut.  Stutt í golf á flottasta golfvöll landsins. Nánari upplýsinga um hverfið er að finna á urridaholt.is

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma 898-5599 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupana:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.500 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.