Hverfisgata 92A, 101 Reykjavík (Miðbær)
98.700.000 Kr.
Fjölbýli
4 herb.
122 m2
98.700.000
Stofur
0
Svefnherbergi
0
Baðherbergi
0
Inngangur
Sér
Byggingaár
2021
Brunabótamat
74.680.000
Fasteignamat
73.270.000

Íbúðaeignir og Halldór Már löggiltur fasteignasali kynna til sölu glæsilega 122,2 m² 4 herbergja íbúð með geymslu auk sér merkt stæði í bílgeymslu. Hverfisgata 92 er glæsileg nýbygging í hjarta miðborgarinnar þar sem lagt hefur verið mikið upp úr hönnun og frágangi. Eignin er með gólfhita, innfelldri lýsingu, tilbúin fyrir snjallíbúðarkerfi, vönduðum innréttingum, gólfefnum og tækjum og borðplötum úr kvartsteini. Snjallbox fyrir heimsendingar er staðsett í anddyri. *** ÍBÚÐIN ER LAUS VIÐ KAUPSAMNING ***
 
Eignin er 122,2 m² á annarri hæð. Íbúðin er með 7,2 m² verönd sem snýr til suðurs í átt að inngarði. Komið er inn í anddyri með skápum. Svefnherbergin þrjú eru á vinstri hönd og eru þau á annarri hæð frá götu. Baðherbergi með sturtu og þvottaaðstöðu. Í eldhúsi er innbyggður ískápur og uppþvottavél, stór eyja og er opið inn í stofu.  Í stofu eru gólfsíðir gluggar en þaðan er útgengt á verönd. Gólfhitakerfi er í íbúðinni. Eigninni fylgir 7.7 m²  geymsla í kjallara sem er hluti af birtu flatarmáli merkt  nr 2 og stæði í bílgeymslu með rafhleðslustöð. Mjög góð hljóðvist sem uppfyllir ítrustu kröfur byggingareglugerðar. 
Skjólgóður sameiginlegur inngarður sem er opinn á móti og suðri og vestri. Batteríið Arkitektar sáu um hönnun hússins. 

Glæsileg eign í hjarta miðborgarinnar þaðan sem stutt er í alla helstu þjónustu, verslun, veitingastaði og mannlíf.

Allar nánari upplýsingar veitir á og utan opnunar tíma:
Halldór Már Sverrisson, löggiltur fasteignasali / B.sc í viðskiptafræði í síma 898-5599 eða [email protected]


Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Því skorar Íbúðaeignir fasteignasala á alla væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og eftir atvikum leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupa á fasteign og greiðist við kaupasamning:
Stimpilgjald af kaupsamningi: 0.8% af fasteignamati eignar fyrir einstaklinga en 1.6% fyrir lögaðila, 0.4% ef um fyrstu íbúðarkaup er að ræða og eignarhluti er 50% eða hærri.
Þinglýsingargjald: kaupsamningi, skuldabréfi, veðleyfi, afsali o.s.frv. er kr. 2.500 af hverju skjali.
Umsýslugjald fasteignasölu samk. kauptilboði.
Lántökugjald vegna veðlána og eru gjöld þessi mismunandi eftir lánastofnunum, sjá nánar á vefsíðu viðeigandi stofnunar.
 

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.