Baldursgata 13, 101 Reykjavík (Miðbær)
43.900.000 Kr.
Fjölbýli/ Fjölbýlishús með sameigninlegum inngangi
4 herb.
73 m2
43.900.000
Stofur
2
Svefnherbergi
2
Baðherbergi
1
Inngangur
Sameig.
Byggingaár
1919
Brunabótamat
20.950.000
Fasteignamat
39.800.000

** EIGNIN ER SELD OG ER Í FJÁRMÖGNUNARFERLI. MIKILL ÁHUGI VAR Á EIGNINNI OG VANTAR OKKUR ÞVÍ FLEIRI SAMBÆRILEGAR EIGNIR Á SKRÁ. **

Jón Óskar Karlsson, löggiltur fasteignasali og Íbúðaeignir fasteignasala kynna í einkasölu:

Björt og góð íbúð á efstu hæð í þriggja hæða fjölbýli í hjarta Reykjavíkur. Um er að ræða fjögurra herbergja íbúð með með tveimur svefnherbergjum, borðstofu, setustofu, eldhúsi, baðherbergi og geymslu innan íbúðar ásamt lítilli geymslu á jarðhæð.

 
Nánari lýsing:
Gengið er inn í sameiginlegan stigagang og upp á þriðju hæð. Komið er inn í lítið forstofurými með plássi fyrir yfirhafnir og skófatnað. Á hægri hönd er gengið inn í eldhús með ljósri innréttingu og kork á gólfi. Úr eldhúsi er innangengt í borðstofuna og annað svefnherbergið. Svefnherbergið er bjart og með góðum fataskápum. Skemmtilegt útsýni til norðurs. Úr borðstofunni er innangengt í seinna svefnherbergið og setustofuna. Parket á öllum gólfum. Virkilega björt og skemmtileg setustofa með góðum gluggum en þaðan er flóttaleið úr íbúðinni. Í svefnherberginu er þakgluggi og hluti rýmisins undir súð. Inn af herberginu er mikil geymsla sem er öll undir súð. Baðherbergi og önnur geymsla eru hinum megin í íbúðinni. Búið er að útbúa lítið lesherbergi í þeirri geymslu sem er að megninu til undir súð. Baðherbergið er flísalagt með sturtu og nýlegum blöndunartækjum, salerni, upphengdri hvítri innréttingu ásamt litlu vinnuborði en undir því er pláss fyrir bæði þvottavél og þurrkara. Á jarðhæð er sameiginlegt þvottahús og hjólageymsla ásamt lítilli geymslu sem fylgir íbúðinni.

Húsið er frábærlega staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Stutt er í alla helstu þjónustu, s.s. matvöruverslun, skóla, leikskóla og þess háttar sem er allt í göngufæri. Íbúðin er tilbúin til afhendingar fljótlega eftir kaupsamning. Fasteignamat næsta árs er 41.600.000 kr.

Allar nánari upplýsingar veitir:
Jón Óskar Karlsson
, löggiltur fasteignasali, í síma 693 9258 eða [email protected]

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.