Dýjagata 13, 210 Garðabær
Tilboð
Einbýli/ Einbýlishús á tveimur hæðum
6 herb.
300 m2
Tilboð
Stofur
2
Svefnherbergi
4
Baðherbergi
2
Inngangur
Sér
Byggingaár
2019
Brunabótamat
0
Fasteignamat
26.050.000

Íbúðaeignir og Halldór Már Sverrisson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali kynna til sölu stórglæsilegt einbýlishús í byggingu að Dýjagötu 13, 210 Garðabæ.  Húsið er staðsteypt 300,1fm að hluta á tveimur hæðum og er einstaklega vel hannað fjölskylduhús með 4-5 svefnherbergi, tvö baðherbergi og tvöfaldur 50fm bílskúr á 931fm lóð.

Nánari upplýsingar veitir Halldór Már Sverrisson viðskiptafræðingur og löggiltur fasteignasali í síma 898 5599, tölvupóstur [email protected].

Nánari lýsing á fyrirkomulagi:
Á 1. hæð er anddyri, stofa, borðstofa, eldhús, baðherbergi, hjónaherbergi, fataherbergi og sjónvarpshol.  Hægt er að ganga út á verönd úr boðstofu.  Einnig er hægt að ganga út á aðra verönd frá hjónaherbergi og baðherbergi, þar sem gert er ráð fyrir heitum potti.  Í anddyri eru steyptar tröppur upp á aðra hæð.  Á 2. hæð er alrými, baðherbergi og þrjú svefnherbergi og auðvelt að bæta við einu svefnherbergi í viðbót.  Úr alrými er gengið út á stórar svalir með frábæru útsýni.

Nánari lýsing á húsinu:
- Hágæða ál/trégluggar og hurðir frá Velfac með öryggisgleri í gólfsíðum gluggum og hurðum, ásamt aukinni hjóð- og hitaeinangrun.  Bílskúrshurðir eru komnar í og frágengnar.
- Gert ráð fyrir aukinni hæð innihurða í 2,4m.
- Lagt hefur verið fyrir ryksugukerfi.
- Stór tvöfaldur bílskúr um 50fm með lofthæð 3,40m.
- lofthæð í húsi 2,80-5,50m.
- Gert er ráð fyrir gólfhita og hitastýringu í hverju rými.
- Gert hefur verið ráð fyrir handklæðaofnum í baðherbergi og þvottahúsi með sér lögnum.
- Gólfplata í bílskúr er slípuð með frágengnum niðurföllum.
- Gólfplata á 1. hæð er nær tilbúin fyrir gólfefni, en gert var ráð fyrir að lakka steininn eftir slípun.
- Hitaveita komin í húsið og búið að hleypa gólfhita á bílskúr og 1. hæð.
- Rafmagnsinntak, rafmagnstafla og vinnurafmagn er komið í húsið.
- Báruál komið á þak og rennur frágengnar (ekki niðurföll). 
- Búið að einangra húsið að utan en eftir að múra og mála.  Gert er ráð fyrir múrkerfi frá BM Vallá.
- Að innan eru útveggir að mestu tilbúnir til spörslunar og málningar.
- Frárennsli, dren og siturlögn er að öllu leyti frágengið og tekið út.
- Lóð er grófjöfnuð og jarðvegsskipti hafa átt sér stað.
- Húsið er selt eins og það er við skoðun.  Skorað er á kaupanda að kynna sér vel hvað er búið og hvað er eftir að framkvæma.

Staðsetning í hverfinu er einstök.  Neðsta gatan niður við óbyggt svæði og Urriðavatnið.  Stutt í skóla.  Stutt í þjónustu og verslanir í Kauptúni og stutt út á stofnbraut.  Stutt í golf á flottasta golfvöll landsins. Nánari upplýsinga um hverfið er að finna á urridaholt.is

Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson lögg. fasteignasali og viðskiptafr. í síma 898-5599 eða [email protected]

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupana:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði

Senda fyrirspurn um eignina

Skilaboð hafa verið send.

Sjá söluyfirlit

Skilaboð hafa verið send.