Íbúðaeignir og Halldór Már Sverrisson löggiltur fasteignasali hafa tekið í sölu 177fm einbýlishús í Sandgerði. Um er að ræða eign sem þarfnast mikillar endurnýjunar og er því á góðu verði.
Allar upplýsingar veita Íbúðaeignir í síma 577-5500 eða í tölvupósti á [email protected]
Fimm herbergja einbýli, 141 m² og bílskúr 36 m² samtals 177 m², byggt 1974.Eign sem þarfnast endurbóta/endurnýjunar. Búið er að fjarlægja innréttingar og mest af gólfefnum. Léttir milliveggir eru ónýtir og þarf líklega að fjarlægja þá ásamt klæðningum í millilofti sem er yfir húsinu að hluta. Gólfplata í húsinu er sigin. Eignin þarfnast m.a. viðgerðar á múrhúðun.
Sérstaklega er mælt með að eignin sé skoðuð með fagmönnum og að lagnir séu myndaðar. Ekki er vitað um ástand heimilistækja.
Allar nánari upplýsingar á og utan opnunartíma veitir:
Halldór Már Sverrisson, lögg. fasteignasali og viðskiptafræðingur í síma
898 5599 eða [email protected]
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupana:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati (0,4% af fyrstu eign), lögaðili greiðir 1,6%.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi og fl. 2.000 kr.- af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - almennt 1% af höfuðstól skuldabréfs. Nánari upplýsingar á heimsíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.